116 Hoppípolla (Singin’ in the Rain)

Ungur áhættuleikari í Hollywood fær stóra tækifærið sitt og verður stjarna á hvíta tjaldinu. Hann og mótleikkona hans þykjast vera í ástarsambandi til að auka á aðsókn á næstu mynd, en það mun hafa lítið að segja því sú mynd mun vera með tali og mótleikkonan er ekki með sérlega fágaða leikkonurödd.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.