117 Hringavitleysa I: Ferðaveldið (Lord of the Rings I: The Fellowship of the Ring)

Þegar Hobbitanum Fróða áskotnast gullhringur með dulda krafta, þarf hann að taka á honum stóra sínum til að standast töfra hringsins. Hann ákveður ásamt vini sínum Gandálfi að koma hringnum fyrir kattarnef og eyða honum í Dómsdyngju þar sem hann var fyrst búinn til, það er að segja vísa honum aftur til föðurhúsanna. Hann á langa leið fyrir höndum og fær því hjálp frá allra þjóða kvikindum.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.