077 Babb í bátinn (Titanic)

Stærsta skip sem smíðað hafði verið lagði af stað í sína jómfrúarferð yfir Atlantshafið árið 1912. Á skipinu var fjöldi fólks úr öllum þjóðfélagsstigum og segir sagan frá ungum elskendum sem kynnast um borð í fleyinu og örlögum þeirra og hinna farþeganna þegar það sigldi á ógnarhraða og lenti á ísjaka og sökk stuttu síðar, öllum að óvörum því skipið var sagt ósökkvanlegt.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.