039 Barnaland (Raising Arizona)

Skemmtileg og óvenjuleg grínmynd um hjón sem langar að eignast barn og taka upp á því að nappa einu af ríkum hjónum. Ungi drengurinn sem þau ræna heillar alla upp úr skónum, og keppast því enn fleiri aðilar um umsjá hans.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.