032 Blúbbs (Splash)

Tom Hanks leikur ungan mann sem sér um vöruflutninga og þykir lítið til lífsins og ástarinnar koma. Hann kynnist þá konu sem kemur úr óvæntri átt og segir honum fátt um uppruna sinn. Með þeim takast ástir og lífið leikur við þau þangað til hann kemst að raunverulegu eðli konunnar.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.