055 Bragðarefur í Borgartúni (The Wolf of Wall Street)

Verðbréfasalinn Jordan Belford fær vinnu hjá eftirsóttu fyrirtæki í fjármálageiranum og hann er ekki lengi að komast upp á lagið með að afla sér tekna á vafasaman máta. Fljótlega kemur hann upp sínu eigin fyrirtæki sem stóreykur umsvif á markaðnum á skömmum tíma. Myndin er byggð á raunverulegri sögu af verðbréfabraskara sem kunni sér ekki hóf.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.