072 Flippskúnkar á flandri (Bill & Ted’s Excellent Adventure)

Bill og Ted eru á leiðinni í sögupróf í menntaskólanum sínum en hafa lítið náð að læra fyrir það. Þeim eru settir þeir afarkostir að ná prófinu, ellegar falla úr skóla og þurfa að ganga í herinn eða eitthvað þaðan af verra. Þeir einsetja sér að læra heima, og fá hjálp frá tímaklefa sem þeir nota til að sakna að sér nokkrum af merkustu manneskjum fortíðarinnar, sem aðstoða þá við lokaprófið.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.