014 Flottar á flótta (Thelma & Louise)

Tvær ungar skjátur ákveða að skella sér í helgarfrí til að losna aðeins frá sínu daglega amstri. Þeim tekst ekki betur til en svo að í upphafi ferðalagsins verður önnur þeirra fyrir hrottalegri árás og hin tekur lögin í sínar hendur og saman breyta þær stefnu helgarfrísins í flótta undan lögreglunni.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.