071 Glataðir gaurar (The Lost Boys)

Tveir bræður eru nýfluttir til smábæjar í Kaliforníu og eru þar að fóta sig og reyna að kynnast nýjum vinum. Það gengur ekki betur en svo að fyrsti vinahópur sem þeir kynnast eru vampírur sem lifa gjálífi og myrða bæjarbúa. Þegar eldri bróðirinn smitast af vampírunum og virðist ætla að umbreytast sjálfur í eina slíka eru góð ráð dýr.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.