063 Hart í hári (Hairspray)

Ung og íturvaxin skólastúlka kemst í vinsælasta dans-sjónvarpsþáttinn í Baltimore. Ásamt því að auka á fjölbreytileika í líkamsstærðum í danshópnum með nærveru sinni, lætur hún ekki þar við sitja heldur berst fyrir því að dansþátturinn afnemi aðskilnaðarstefnu sína og hleypi svörtu fólki á dansgólfið líka alla daga.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.