029 Heilinn hans Jóns míns (Being John Malkovich)

Mjög hæfur brúðuleikari sem hefur því miður ekki náð langt í list sinni, finnur fyrir einskæra tilviljun göng á vinnustaðnum sínum sem leiða hann í ævintýralega upplifun á lífi leikarans John Malkovich. Hann ákveður þá ásamt samstarfskonu sinni að selja aðgang að göngunum en um leið og hr. Malkovich sjálfur kemst að þessum leyndardóm eru góð ráð dýr.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.