008 Hugguleg án heimanmunds (Pretty Woman)

Ung og glæsileg kona aðstoðar aðkomumann í Rauða hverfi Los Angeles við að komast aftur heim á hótelið hans. Maðurinn óskar eftir að hún veiti honum sína nærveru- og kynlífsþjónustu meðan hann er í viðskiptaerindum í borginni og gera þau ýmsa hluti saman, meðal annars að versla, horfa á kappreiðar og elskast.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.