056 Hundfúlt eftir hádegi (Dog Day Afternoon)

Þrír bankaræningar hefja bankarán án þess að plana það neitt sérstaklega í þaula. Einn þeirra heltist úr lestinni áður en hasarinn hefst og undir hinum tveimur er þá komið að halda andliti. Lögreglan umkringir svæðið og fjöldi fólks dregst að til að fylgjast með framvindu mála.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.