007 KJAMS (Jaws)

Ógnvekjandi ófreskja í hafinu skekur heilt sjávarþorp sem hefur sitt lifibrauð af ferðafólki sem sækir þangað í sólina kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Lögreglustjórinn á svæðinu vill krefja bæjaryfirvöld að loka ströndinni á meðan að hann og félagar hans ráða niðurlögum á gríðarstórum hákarli sem hefur kjamsað á nokkrum bæjarbúum og aðkomufólki.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.