067 Konan við 37,2 gráður (Betty Blue / 37°2 le matin)

Erótískt sálfræði drama um unga konu sem flytur inn með ástmanni sínum sem er smiður og óútgefinn skríbent í hjáverkum. Hún hrífst af skrifum hans og hvetur hann til að reyna fyrir sér sem rithöfundur, en það gengur heldur brösulega. Þau eru ástfangin upp fyrir haus og þeirra helsta verkefni eru skapofsaköst Bettyjar sem ágerast eftir því sem líður á.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.