083 Mættastur (Being There)

Maður á besta aldri sem hefur aldrei farið út fyrir hússins dyr, né setið í bíl eða talað við fleiri en tvær manneskjur, fær loksins að upplifa það sem er að gerast í heiminum utan heimilis hans. Honum er annt um garðyrkju og sjónvarpsgláp, og fær að láta reyna á það sem hann hefur lært af því tvennu í samskiptum sínum við fólk sem verður á vegi hans.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.