013 Olnbogarými (Office Space)

Metnaðarlaus ungur maður vinnur á skrifstofu með erfiðum yfirmanni og þykir fátt til lífs síns koma, þangað til að hann tekur þátt í dáleiðslutíma sem fer örlítið úrskeiðis. En þrátt fyrir mislukkaða dáleiðsluna nær hann að öðlast nýtt viðhorf gagnvart yfirmönnum sínum, vinnu og einkalífi.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.