069 Púkó Boss (The Devil Wears Prada)

Við fylgjum aðalsöguhetjunni á vit tískuævintýranna en hún stefnir að því að verða blaðakona, og þangað til sá draumur getur ræst þarf hún að vinna fyrir tískublað sem henni þykir heldur hallærislegt. Hún lærir þó fljótlega að meta það sem gerist innan tískuiðnaðarins og byrjar að bera virðingu fyrir duttlungum yfirmanns síns, sem og að reyna eftir fremsta megni að standa sig sem best.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.