051 Regnboginn (Cinema Paradiso)

Lítill og lævís drengur hangir mikið í bíóhúsinu í smábænum sínum á Sikiley, þar sem sýningarstjórinn kennir honum helstu tökin í bíóhúsabransanum. Þar fæðist ást hans á kvikmyndum og eftir hörmulegt slys í húsinu fær hann vinnu sem sýningarstjóri sjálfur þrátt fyrir ungan aldur.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.