015 Skarkári (Poltergeist)

Amerísk vísitölufjölskylda flytur í fallegt hús í úthverfi í Kaliforníu og hyggur á huggulegt líf þegar undarlegir andar fara að láta á sér kræla. Yngsta dóttirin verður þeirra fyrst vör og smátt og smátt taka þeir yfir heimilið. Óhugnaðurinn virðist engan enda ætla að taka og foreldrarnir leita ráða vítt og breitt um samfélagið til að ráða niðurlögum á draugaganginum.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.