059 Slest upp á vínskápinn (Withnail and I)

Tveir atvinnulausir leikarar telja að þeir þurfi hvíld frá daglegu amstri í borginni og fá lánaðan sveitabæ. Þegar þeir koma á staðinn tekur allt annað en hvíld við, en þeir þurfa að hafa mikið fyrir að kynda upp húsið, finna sér mat í gogginn og elda hann.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.