001 Stjörnustríð – Kafli IV: Þetta reddast (A New Hope)

Velkomin í fyrsta þátt af VÍDJÓ. Hérna er loðfíllinn í skápnum krufinn og kraminn, Star Wars: A New Hope. Tæknibrellur sem áður höfðu ekki sést ásamt leikmynd á alheimsskala. Sandra upplifir alvöru Stjörnustríðið í fyrsta sinn, megi mátturinn og dýrðin með ykkur vera.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.