050 Stjörnustríð – Kafli VI: Jedúddamía (Return of the Jedi)

Nú þegar Logi Geimgengill hefur lokið framhaldsnáminu sínu í Væringjafræðum ákveður hann að herja á Keisaraveldið og föður sinn í leiðinni, en hann er þar innsti koppur í búri. Þau Logi, Leia og Hans Óli þurfa þó fyrst að flýja undan illmenninunu Jabba sem ætlar sér ekki að láta þau komast upp með það.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.