046 Transdans (The Rocky Horror Picture Show)

Brad og Janet eru nýtrúlofuð og ástfangin upp fyrir haus. Þau eru á ferðalagi og sprengja dekk á bílnum sínum, og leita því aðstoðar í nágrenni. Þar koma þau að kastala þar sem mikil veisluhöld eru í gangi og þau sogast inn í dans og leik, en þegar dansinn dunar sem hæst sjá þau að ekki er allt með felldu.

Om Podcasten

Hugleikur Dagsson og Sandra Barilli horfa á mikilvægustu myndir allra tíma. Hver þáttur er tileinkaður einni mynd af ótæmandi lista bíómynda sem Sandra hefur ekki séð áður. Þau skeggræða hverja mynd fyrir sig og allt það sem henni við kemur og það sem þeim dettur í hug líka.