Arndís Anna, Orri Páll, Jakob Frímann

Gestir Vikulokanna voru Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vg, og Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins. Rætt var um þingsetningu í vikunni, bakslag í viðhorfum gagnvart hinsegin fólki og hatramma umræðu um kynfræðslu í grunnskólum, mörk hatursorðræðu og tjáningarfrelsis, tímabundna stöðvun hvalveiða vegna brota á skilyrðum fyrir áframhaldandi veiðum, og fjárlög. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson Tæknimaður: Davíð Berndsen

Om Podcasten

Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.