Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Isakssen og Logi Einarsson
Vikulokin voru send út frá Akureyri að þessu sinni. Gestir voru þrír þingmanna kjördæmisins þau Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Isakssen og Logi Einarsson. Í þættinum var farið vítt og breitt yfir svið stjórnmálanna og málefni vikunnar rædd. Staðan bænda á norðanverðu landi eftir mikið kuldakast, ríkisfjármálin og staða ríkisstjórnarinnar. Umsjón: Óðinn Svan Óðinsson.