DansDagar, Rúmmálsreikningur Solvej Balle, skrif Vals Gunnarssonar

Dansdagar hefjast í dag og standa yfir fram á laugardagskvöld. Hátíðin er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Dansverkstæðisins og markmið hennar er að sögn aðstandenda að bjóða bæði atvinnudönsurum og áhugafólki upp á þjálfun og innsýn inn í ýmsa kima danslistarinnar og vekja þannig athygli á dansinum sem sameiningarafli. Danshöfundurinn og verkefnastjórinn Kara Hergils Valdimarsdóttir lítur við í hljóðstofu og segir okkur frá hátíðinni. Annars erum við að mestu með hugann við bókmenntir í þætti dagsins. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um skrif á mörkum bókmenntagreina, og tekur þar sérstaklega fyrir verk sagnfræðingsins Vals Gunnarssonar og Anna María Björnsdóttir hugar að sjö binda skáldsögu Solvej Balle, Rúmmálsreikningi, með bókmenntafræðingnum Snædísi Björnsdóttur.

Om Podcasten

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána. Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.