Alrún Ösp, aka, VARGYNJA

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahúsins er engin önnur en BDSM drottningin og bindarinn Alrún Ösp. Alrún Ösp, sem gengur undir nafninu Vargynja, fór yfir í viðtalinu hvernig hún fór að finna fyrir hvötum sem snúa að sársauka og valdbeitingu þegar hún var unglingur. Til fróðleiks má nefna að BDSM er skammstöfun sem stendur fyrir bindingar, drottnun og undirgefni; síðan er sadó masókismi í lokin. Vargynja segir að finna megi mismunandi ásetning eða forsendur þeirra sem leiti inn í BDSM....

Om Podcasten

Þvottahúsið er áhugamanna lífsspeki hlaðvarp í umsjón bræðranna, Davíðs Karls Wiium og Gunnars Dan Wiium. Fúsi óttars sér um tæknimál og semur einkennisstef þáttarins.Alkastið er örverpi Þvottahússins. Alkastið samanstendur af spyrlunum Gunnari Dan Wiium a.k.a Cliff W. og Arnóri Jónssyni a.k.a Nóra Breiðholt ásamt tæknitröllinu Mickael Omar Lakhlifi. Alkastið mun vera með þætti í vetur með 2-3 vikna fresti og munu málefnin sem verða tekin fyrir vera eldfim sem og léttvæg í bland.