8. þáttur: Kjörfundur, kosningapróf, þjóðarhöll og náttúruvernd

Í þessum þætti förum við og kjósum utankjörfundar og hittum Sigríði Kristinsdóttur sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, Kristján Kristjánsson sirkusstjóri á Akureyri tekur kosningapróf RÚV með fréttamanninn Óðin Svan Óðinsson á kantinum, Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður er tekinn tali um kosningar og uppbyggingu íþróttamannvirkja og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi ungra umhverfisverndarsinna, er tekinn tali um náttúruverndaráherslur framboðanna í kosningunum framundan. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson Framleiðsla: Guðni Tómasson Ritsjóri kosningaumfjöllunar RÚV er Valgeir Örn Ragnarsson.

Om Podcasten

Hvernig verða sveitarstjórnir skipaðar næstu fjögur árin? RÚV fjallar um málefni sveitarstjórna fram að kjördegi. Helstu málefni krufin með aðstoð sérfræðinga sem og frambjóðenda og íbúa. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Guðni Tómasson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.