3. þáttur: Máttur samskiptamiðla og íbúanna

Kosningabaráttan hefur farið hægt af stað en fastlega má gera ráð fyrir að það fari að draga til tíðinda næstu daga. Umræðan hefur sennilega verið mest á samfélagsmiðlum og þeir skipta töluverðu máli, ekki síst Facebooksíður bæjarfélaga og hverfa þar sem almennir borgarar geta tjáð skoðun sína á ýmsum málum sem sveitarstjórnarfólk hefur aðkomu að. Viðmælendur í þættinum eru Kolbeinn Marteinsson, framkvæmdastjóri Athygli, Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur og Róbert Bjarnason hjá Íbúum. Eins heyrðum við hljóðið í kjósendum. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Atli Már Steinarsson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.

Om Podcasten

Hvernig verða sveitarstjórnir skipaðar næstu fjögur árin? RÚV fjallar um málefni sveitarstjórna fram að kjördegi. Helstu málefni krufin með aðstoð sérfræðinga sem og frambjóðenda og íbúa. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Guðni Tómasson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.