5. þáttur: framboðs-hittarar og persónukjör

Ný skoðanakönnun og kosningaspá sýna töluverðar breytingar á fylgi framboðanna í Reykjavík tveimur vikum fyrir kosningar. Við ræddum við Arnar Eggert Thoroddsen um tónlist í kringum kosningaframboð og við Arnar Þór Jóhannesson um persónukjör. Eins heyrðum við í Evu Sigurbjörnsdóttur, oddvita minnsta sveitarfélags landsins, og í Eyjólfi Ingva Bjarnasyni oddvita Dalabyggðar en þar hafa ekki verið boðnir fram eiginlegir framboðslistar síðan árið 2006. Umsjónarmenn þáttarins eru Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Guðni Tómasson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.

Om Podcasten

Hvernig verða sveitarstjórnir skipaðar næstu fjögur árin? RÚV fjallar um málefni sveitarstjórna fram að kjördegi. Helstu málefni krufin með aðstoð sérfræðinga sem og frambjóðenda og íbúa. Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir, Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og Ingvar Þór Björnsson. Framleiðandi: Guðni Tómasson. Ritstjóri kosningaumfjöllunar RÚV: Valgeir Örn Ragnarsson.