Fávitar Podcast 1. þáttur - Sigga Dögg

Sigga Dögg kynfræðingur hefur ferðast um landið og frætt Íslendinga um kynlíf síðastliðinn áratug. Samhliða því er hún rithöfundur og fræðir fólk á hinum ýmsu viðburðum. Í þættinum ræddum við meðal annars um kynlíf, líkamshár, samskipti og kynfræðslu. Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttir. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar.

Om Podcasten

Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis og fjölbreytileika samfélagsins við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar. Sérstakar þakkir til Víkurfrétta og Hilmars Braga Bárðarsonar sem sér um upptöku og klippingu þáttanna, listamannsins Ethorio sem græjaði logo-ið og Landsbankans fyrir að styrkja hlaðvarpið.