Fávitar Podcast 2. þáttur - Steinunn frá Stígamótum

Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir er verkefnastýra Stígamóta og sinnir fjáröflun og fræðslu fyrir samtökin. Stígamót standa einnig á bakvið verkefnið Sjúkást sem snýr að ofbeldi í samböndum ungmenna en verkefnið er forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki og í ár fengu um 4500 ungmenni fræðslu um þau málefni. Öll þjónusta Stígamóta er ókeypis fyrir brotaþola og er opin öllum þolendum kynferðisofbeldis eldri en 18 ára.

Om Podcasten

Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis og fjölbreytileika samfélagsins við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar. Sérstakar þakkir til Víkurfrétta og Hilmars Braga Bárðarsonar sem sér um upptöku og klippingu þáttanna, listamannsins Ethorio sem græjaði logo-ið og Landsbankans fyrir að styrkja hlaðvarpið.