Fávitar Podcast 5. þáttur - Lilja og Samtök um endómetríósu

Lilja Guðmundsdóttir er ritari Samtaka um endómetríósu og óperusöngkona. Hún greindist með króníska, fjölkerfa sjúkdóminn endómetríósu (endó) fyrir þremur árum síðan en sjúkdómurinn getur valdið miklum sársauka og er algengari en mörg grunar. Talið er að 1 af hverjum 10 konum séu með hann. Meginmarkmið Samtaka um endómetríósu er að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra stuðning og fræðslu en í þættinum ræddum við Lilja það hvernig daglegt líf með endó væri, viðhorf almennings til sjúkdómsins, það hvernig heilbrigðiskerfið tekst á við hann og úrræði í boði.

Om Podcasten

Fávitar er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur. Fávitar Podcast er feminískt hlaðvarp sem ræðir mismunandi vinkla jafnréttis og fjölbreytileika samfélagsins við áhugaverðar fyrirmyndir í íslensku samfélagi. Hægt er að fylgjast nánar með átakinu sjálfu á Instagram-síðunni Fávitar. Sérstakar þakkir til Víkurfrétta og Hilmars Braga Bárðarsonar sem sér um upptöku og klippingu þáttanna, listamannsins Ethorio sem græjaði logo-ið og Landsbankans fyrir að styrkja hlaðvarpið.