#74 Viðtal við Héðin Unnsteinsson

Héðinn Unnsteinsson kom aftur til okkar og ræddi við Auði Axelsdóttur. Ásamt því að ræða geðheilbrigði á heildrænan hátt þá deildi Héðinn sinni reynslu af geðrænum áskorunum. Héð­inn er stefnu­mót­un­ar­sér­fræð­ingur með meist­argráðu í alþjóð­legri stefnu­mótun og stefnu­grein­ingu frá Háskól­anum í Bath á Englandi. Hann starf­aði sem stefnu­mót­un­ar­sér­fæð­ingur í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu 2010 til 2018 og var for­maður stefnu­ráðs Stjórn­ar­ráðs­ins. Héð­inn starfði áður hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu og Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­inni. Hann hefur und­an­farin 25 ár verið frum­kvöð­ull í geð­heil­brigð­is­mál­um.

Om Podcasten

Klikkið er hlaðvarpsþáttur Hugarafls og var sett á laggirnar árið 2017 í samstarfi við nemendur í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Viðfangsefni Klikksins eru fyrst og fremst geðheilbrigðismál og allt sem tengist þeim málaflokki með það að markmiði að tala opinskátt og beint um geðheilbrigði. Hugarafl var stofnað árið 2003 og er langstærsti virki notendahópur á Íslandi og jafnvel á norðurlöndunum. Markmið hópsins eru þau að hafa áhrif á íslenskt geðheilbrigðiskerfi, að minnka fordóma, vera sýnileg í gegnum ýmiskonar verkefni og opinni þátttöku í samfélagsumræðu, stuðla að aukinni þekkingu um bata og bataferli, að efla samstarf notenda og fagfólks og sýna það í verki, stuðla að breidd í þjónustu við fólk með geðraskanir og stuðla að auknum mannréttindum fólks með geðraskanir. Alla laugardaga á stundin.is.