14. Sigyn Jónsdóttir, CTO hjá Empower

Í þessum þætti bjóðum við velkomna Sigyn Jónsdóttur. Sigyn útskrifaðist með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Samhliða og eftir námið í HÍ starfaði hún hjá Meniga þar til hún fór í meistaranám í Management Science & Engineering í Columbia-háskóla í New York, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016.Eftir námið réði Sigyn sig til Seðlabankans en söðlaði um ári síðar þegar hún réði sig til hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice þar sem hún varð forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar. Hún er varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs og var formaður Ungra athafnakvenna árin 2017-2019. Hún starfar nú sem framkvæmdarstjóri hugbúnaðar eða CTO hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower þar sem hún er einnig meðstofnandi. Í þættinum ræða Hildur og Sigyn meðal annars: · Þegar hún tók ákvörðun um að fara í hugbúnaðarverkfræði eftir að hafa verið komin á annað ár í læknisfræði · Sumarstarfið hjá Meniga og hvað það er mikilvægt þegar fyrirtæki gefa ungu fólki tækifæri · Um námið og tímann í Columbia í New York · Hvernig systir hennar fékk hana með sér á fund hjá UAK og sem leiddi til þess að hún varð seinna formaður félagsins · Hvað varð til þess að hún varð meðstofnandi Empower og fyrir hvað fyrirtækið stendur fyrir · Alla þá spennandi hluti sem eru framundan hjá Empower og hvernig heilbrigð vinnustaðamenning styður við árangur · Um fyrirlesturinn sem hún flutti nýlega á UT messunni „En það sækja engar konur um“ · Hvað kvöldsund í Vesturbæjarlauginni getur verið endurnærandi og hvað það eru mikil lífsgæði að geta gengið til og frá vinnu Þátturinn er í boði: Geko, Taktikal og Tern Systems

Om Podcasten

Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar. Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir. Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland. The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.