20. Súsanna Þorvaldsdóttir, verkfræðingur og bakendaforritari hjá Icelandair

Í þessum fyrsta þætti haustsins bjóðum við velkomna Súsönnu Þorvaldsdóttur. Súsanna lauk meistaragráðu í verkfræði frá háskólanum í Álaborg árið 2000 og var þar ein af 5 konum af 100 nemendum í sínum árgangi. Hún starfaði í Danmörku í kjölfarið m.a. hjá Lego og hjá fjarskiptafyrirtækjunum Maxon Telecom og FL-telecom. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands árið 2005 starfaði Súsanna hjá TM Software, nú Origo, í alls 12 ár en frá árinu 2017 hefur hún starfað sem bakendaforritari hjá Icelandair. Í þættinum ræða Hildur og Súsanna meðal annars: Hvernig starf í tölvudeild Landsbankans vakti áhuga á tölvunarfræði Hvað varð til þess að hún hélt utan til náms um þrítugt til að læra tölvunarfræði en endaði í verkfræði Ævintýralegar notendaprófanir fyrir kóreskt fjarskiptafyrirtæki Hvernig það þróaðist að bakendaforritun varð að hennar sérhæfingu Kosti þess að vinna í vöruteymi og hafa skýra stefnu Mikilvægi þess að fólk velji sér að vinna við það sem það brennur fyrir og hefur gaman af Hvað prjónaskapur er gefandi áhugamál ásamt því að stunda hlaup ================================================ Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum: LinkedIn Facebook Instagram ==================================================== Um hlaðvarpið Stjórnandi þáttarins er Hildur Óskarsdóttir Sýn er styrktaraðili þáttarins

Om Podcasten

Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar. Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir. Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland. The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.