29. Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona tækniþjónustu Ljósleiðarans

Gestur okkar í þessum fyrsta þætti vetrarins er Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona tækniþjónustu Ljósleiðarans. Valeria er reynslumikill stjórnandi í upplýsingatæknigeiranum með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Áður en hún tók við núverandi starfi vann hún hjá fyrirtækjum eins og QuizUp, Nova, Icelandair og Advania. Hún er með BS gráðu í verkfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík ásamt diploma í verkefnastjórnun. Valeria situr auk þess í stjórn SVEF og sinnir kennslu í HR. Í þættinum ræða Hildur og Valeria meðal annars: Æskuárin og flutninginn frá Sovétríkjunum til Seltjarnarness Menntaskólaárin og lífsbaráttuna sem tók yfirhöndina Frumgreinadeild í HR (nú Háskólagrunnur), þar sem hún fann áhugann sinn og lauk verkfræðinámi Skemmtilega reynslu hjá Nova á fyrstu árum fyrirtækisins Ævintýralegan vöxt QuizUp og lærdóminn sem hún og aðrir fengu Þátttökuna í uppbyggingu Digital Labs hjá Icelandair Árangursríkar breytingar hjá Advania og hvernig þær þróuðust Hvernig markþjálfunarnámið hefur nýst henni bæði sem stjórnanda og í eigin lífi Kennsluna í HR þar sem hún tengir saman tæknigeirann og viðskiptafræði Hversu nærandi það er að fara í göngutúra með hundinn í náttúrunni Í þættinum minnist Valeria á tvær bækur: The Wisedom of the Bullfrog: Leadership Made Simple (But Not Easy) eftir Admiral William H. McRaven You Do You: How to Be Who You Are to Get What You Want eftir Sarah Knight --------------------------------------------------------------------------------------------------------- Líkaði þér við þáttinn og viltu heyra meira? Smelltu á follow á þinni uppáhalds hlaðvarpsveitu. Fylgdu Vertonet á samfélagsmiðlum: LinkedIn Facebook Instagram --------------------------------------------------------------------------------------------------------- Um hlaðvarpiðStjórnandi er Hildur Óskarsdóttir Styrktaraðilar: Advania og Sýn 🙌

Om Podcasten

Konur í tækni er hlaðvarp Vertonet, samtaka kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. Í þáttunum deilum við sögum af konum í tækni, ræðum starfsferilinn sem þær hafa byggt upp, áskoranir sem þær hafa staðið frammi fyrir og af hverju þær elska að vinna í kringum tækni. Þátturinn er ýmist á íslensku eða ensku eftir því hvaða tungumál gestur þáttarins talar. Umsjón hefur Hildur Óskarsdóttir. Konur í tækni (Women in Tech) is a podcast by Vertonet, a non-profit organization of women in IT in Iceland. The show is either in Icelandic or English, depending on the language the guest of the show prefers.